Forseti sem klúðrar!

Þessar óklóku yfirlýsingar Ólafs Ragnars hér í þýskum fjölmiðlum eiga eftir að eyðileggja enn meir orðspor Íslendinga erlendis. Maður spyr sig: Fylgist forseti heldur ekki með?

Hann ætti snarlega að lesa skýrslu hagfræðinganna tveggja sem birtist í gær. Þeir telja að orsökin fyrir bankahruninu liggi heima fyrir. Þótt fjármálakreppa hefði ekki orðið í heiminum, þá hefðu íslensku bankarnir farið í þrot, fyrr eða síðar. Og þar eð þeir fengu engin lán lengur erlendis, töldu þeir það góða hugmynd að bjóða upp á innlánsreikninga með háum vöxtum í Evrópu, m.a. í Þýskalandi. Íslensku bankarnir notuðu sumsé evrópska sparifjáreigendur til að útvega sér lausafé. Flestir þessara sparifjáreigna eru Þjóðverjar. Er það réttlát að þeir borgi íslenska bankahrunið?


mbl.is Þjóðverjar fái engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli er augljóslega algerlega fársjúkur... alveg eins og Dabbi.
Reyndar eru allir stjórnmálamenn íslands klikk

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:14

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þið skiptið bara um ríkisfang og afneitið upprunanum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Já, þetta er því miður hárrétt hjá þér, Einar.

Ég skammast mín fyrir þennan forseta, ég skammast mín fyrir bankana þrjá, ég skammast fyrir stjórnvöldin sem aðhöfðust ekki neitt. Hvert mannsbarn hefði getað sagt sér að þessi gríðarlega útþensla bankana og þessi innkaup útrásarvíkinganna á meginlandinu, hvort tveggja byggt á erlendu lánsfé, gæti ekki endað vel.

En þótt erfiðara verði að horfa í augun á fólki hér í Þýskalandi, er ég samt stolt af því að vera Íslendingur. Ég er stolt af kraftinum í mótmælendum. En ég er líka hrædd um þjóð mína og hrædd um að skynsemin lúti minnihaldi. Forseti fer þar fram með slæmu fordæmi.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 10.2.2009 kl. 10:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Margrét og kveðja til ykkar í Þýskalandi.

Það er ekkert réttlæti í því að Þýskir sparifjáreigendur borgi fyrir Íslensku útrásina.  Það er ekkert réttlæti í því að ég eða börnin mín geri það heldur, en ég sit samt uppi með það tjón,  sem bankagaurarnir gerðu hagkerfi Íslands.  Það er rjúkandi rúst á eftir.  Ólafur var aðeins að benda á þetta en sjálfsagt má satt oft kjurt liggja.  

Ég á ekkert val með það að vera Íslenskur ríkisborgari en þýskir sparifjáreigendur áttu val hvort þeir létu glepjast af hávaxtatilboðum Íslensku bankanna.  Af hverju heldur þú að innan við eitt prósent þeirra gerðu það?  Hinir sáu fáránleikann við þessi tilboð. 

En málið snýst ekki um réttlæti, heldur lög og reglur og það er skýrt kveðið á um í reglugerð EES samningsins hvernig stjórnvöld eiga að standa að innlánstryggingum.  Íslensk stjórnvöld uppfylltu þau skilyrði samviskulega.  Ástæða þess að lítið var í sjóðnum við hrunið var sú að bankarnir máttu greiða ári eftir að innlán féllu til.  Það var líka í samræmi við reglur EES. 

Það er sárt að tapa peningum við  bankahrun en skattgreiðendur hvers lands bera aðeins ábyrgð á sínum innlánsmarkaði, enda stangast annað kerfi algjörlega á við stjórnarskrár allra Evrópulanda.  Stjórnmálamenn hafa ekki það vald í lýðræðisríkjum að geta gert samninga, sem setja þjóðir þeirra sjálfkrafa á hausinn.  Enda gerir tilskipun EES ekki ráð fyrir því, vegna þess að í því væri engin innlánstrygging fólgin.  Smáþjóðir hafa enga burði til að ábyrgjast innlán stórþjóða en fjórfrelsið gerir ráð fyrir að bankar smáþjóða starfi á innlánsmörkuðum stórþjóða og öfugt.  Til þess var tilskipunin um Innlánstryggingarsjóðinn sett.  

Ef þú trúir mér ekki þá skaltu hafa samband við Franska eða Þýska fjármálaráðuneytið til að fá hjá þeim lagaálit um nákvæmlega þetta sem ég var að segja þér.  Þú trúir kannski þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2009 kl. 11:51

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Það ætti halda að þú ættir innistæðu í Kaupþing Edge.  Ef svo væri þá fengir þú ekkert borgað umfram eignir bankans.  Þjóðerni skiptir engu máli, heldur búseta.  Neyðarlögin slógu skjaldborg utan um Íslenska bankakerfisins, og innlán allra á Íslandi, jafnt Þjóðverja, Tælendinga, Pólverja eða Íslendinga eru tryggð með bakábyrgð Íslenska ríkisins og þar með Íslenskra skattgreiðanda.  Styrkur og geta Íslands nær ekki lengra og ekki heldur lagaleg skylda þess. 

Hins vegar á Þýska ríkið að ábyrgjast innlán allra á Þýska innlánsmarkaðnum, óháð þjóðerni eiganda bankanna.  Röksemd; Þú færð ekki starfsleyfi á innlánsmarkaði viðkomandi lands nema með samþykki fjármálaeftirlits þess og heimamenn fá allar skatttekjur af vöxtum.  Eina sem fjármálaeftirlit Íslands gerði var að staðfesta að viðkomandi bankar uppfylltu reglur EES um fjármálastarfsemi, enda ekki annað kveðið á um í lögum EES.

Ef Íslensk stjórnvöld myndu neita að greiða innlánsvernd til sparifjáreigenda í útibúi t.d Þýsks banka á Íslandi, þá væru þau að mismuna og brjóta öll lög og reglur.  Eins er það mismunun gagnvart kröfuhöfum, ef Íslensk stjórnvöld tæki til sín erlendar eignir bankanna en skildu skuldir eftir.  Og reyndar ekki bara mismunun heldur einnig lögbrot.  Þá ætti samlíking þín við. 

En annars ertu að misskilja í grundvallaratriðum fjórfrelsið.  Það kveður á um starfsemi fyrirtækja hvar sem er á efnahagssvæðinu að uppfylltum ákveðnum reglum.  Þær reglur eru mjög strangar fyrir bankastarfsemi og Ísland uppfyllti allar þær reglur.  Misskilningur þinn er í því fólginn að telja að fjórfrelsið nái ekki til gjaldþrota fyrirtækja.  Að útlend fyrirtæki megi ekki fara á hausinn nema stjórnvöld viðkomandi lands ábyrgist skuldir þeirra.  Þetta stendur hvergi í EES samningnum og ef svo væri þá myndi ekkert erlent fyrirtæki fá starfsleyfi hjá þjóðum Evrópu.  Skattborgarar heimaþjóðarinnar myndu banna það.

Og ég hef svo sem ekki miklar skoðanir á veru Ólafs á Bessastöðum.  Hef aldrei kosið hann, en samt alltaf mætt á kjörstað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Þakka ykkur öllum fyrir innlegg ykkar, sérstaklega þér Einar, gaman að heyra í þér á þennan hátt aftur...

Nú eru bæði ríkisstjórn Íslands og skilanefnd Kaupthings búin að hafa samband við þýska FT og leiðrétta forsetann, þannig að málið er í bili afgreitt.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 10.2.2009 kl. 14:17

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Ég er mikið sammála þér í því að það er gott mál að Kaupþing gæti staðið við skuldbindingar sínar.  Taldi það reyndar hafa legið fyrir lengi.  Þeir sem kvarta útí í Þýskalandi eru þeir sem ég best veit vilja fá meira en sem nemur þessum 20.887 evrum.  Og ef ég væri í þeirra sporum þá myndi ég líka kvarta. 

En það hefur aldrei staðið á Íslenskum stjórnvöldum að standa við skuldbindingar sínar, ekki allavega sagði Árni Matthíasson það í frægu samtali við Darling.  Spurning um getuna.  

En þegar um vafa er að ræða, þá þarf að skera úr því fyrir dómstólum.  Dæmi Evrópudómstóllinn Íslandi í óhag, þá er næsta skref að þjóðin lýsi sig gjaldþrota og semji um skuldbindingar sínar.  En þér er óhætt að trúa mér að það yrði pólitískur dómur, sem er mjög ólíklegt.  Lagaálit þar um eru til a.m.k í Frakklandi og Þýskalandi og líklegast hjá öllum fjármálaráðuneytum ESB.  Og þau eru samhljóma.  Hver á nóg með sitt.  Og allt annað kerfi stangast á við stjórnarskrár viðkomandi landa.

En það er rétt að fólk trúir því að Ísland eigi skilyrðislaust að greiða.  Ég hygg að á því verði breytingar þegar fleiri og stærri þjóðir lenda í sama fari og við.  Hvað ætla t.d Þjóðverjar að gera þegar Bandaríkjamenn og fleiri hætta að kaupa útflutningsvörur þeirra.  Þá munu mörg Þýsk fyrirtæki fara á hausinn en ég skal lofa þér því að Þýska ríkisstjórnin mun ekki greiða skuldir þeirra.  Slíkt er eðli gjaldþrota einkafyrirtækja.

En ég er innilega sammála þér í því að það var skelfilegt að þessum bönkum skyldi vera leyft að stofan til innlána í Evrópu, burtséð frá því hvað lögin sögðu.  Og þegar ég hugsa til allra Bresku líknarfélaganna sem töpuðu á ICEsave blekkingunni, þá skammast ég mín að vera á sama þjóðerni og þessir menn.  En fleiri þjóðir hafa þurft að skammast sín fyrir illgjörðir samlanda sinna og það er rasismi að klína gjörðum einstaklinga uppá þjóðir þeirra.  Þjóðverjar ættu þjóða síst að falla í þá gryfju.  Ég allavega geri það ekki gegn Þýsku þjóðinni, þó tilefnin hafi verið ærin.  Þetta mætti líka hafa í huga.  Glæpamenn eru glæpamenn, óháð þjóðerni þeirra.  Og gott fólk er gott fólk, hvar sem það er með ríkisfang og allar þjóðir eru að uppistöðu gott fólk.  Því ættuð þið úti að fara varlega í dómum ykkar um samlanda ykkar heima á Íslandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband