Er það bjartsýnin ein sem fær Íslendinga til að láta sumarið byrja í lok apríl?
Hér í Þýskalandi, þar sem hitastig er nú komið upp í 20 stig, er ennþá vor. Sumarið byrjar hér ekki fyrr en í júní. Það stendur í 3 mánuði, í september byrjar haustið, það stendur líka í 3 mánuði. í desember hefst vetur í mars vorið.
Hvernær hefst vor, haust og vetur á Íslandi?
Sumar og vetur frusu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.4.2009 | 08:08 | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir 39 einstaklingar sem hafa litið inn hjá mér, kunna líklega ekki svör við þessum spurningum mínum. Þá spyr ég bara veðurstofuna, kannski kann hún svör við þessu.
Ekki vil ég varpa skugga á sumargleði ykkar, kæru samlandar á norðlægum breiddargráðum. Verð hins vegar viðurkenna að ég öfunda ykkur af sumrinu.
Óska ykkur góðan og skemmtilegan kosningaskjálfta!!!
Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 23.4.2009 kl. 12:11
Fékk nú frábært svar frá Trausta Jónssyni á Veðurstofunni, sem mig langar að birta hér til fróðleiks:
"Sæl vertu.
Sumardagurinn fyrsti er hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Árinu er þar skipt í tvo nærri jafnlanga helminga: Sumarhelming og vetrarhelming. Forfeðurnir völdu árstíðaskiptin vel, því sumarið - frá sumardeginum fyrsta og til fyrsta vetrardags á haustin er einmitt hlýrri helmingur ársins, en veturinn sá kaldari. Minnst er á þetta á vefsíðunni:
http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/386
Í Noregi og Svíþjóð var notað öllu frumstæðara misseristímatal, en þar er sumardagurinn fyrsti að gömlu tali þ.14. apríl og stendur sumarið til 14. október.
Árstíðaskipting er með ýmsu móti í heiminum. Ef við teljum árstíðirnar fjórar á Íslandi, stendur veturinn frá og með desember til og með mars, vorið er þá apríl og maí, sumarið júní til september og haustið er október og nóvember. Þessi skipting hefur verið notuð á Veðurstofunni í meir en 80 ár. Víðast hvar í Vestur- Evrópu og í Bandaríkjunum eru árstíðirnar taldar jafnlangar, vetur er þá des til feb, vorið mars til maí o.s.frv. Að eldri hætti var vorið í Evrópu talið byrja við vorjafndægur, sumarið við sumarsólstöður, haustið við haustjafndægur og veturinn hófst við vetrarsólstöður. Allar þessar skiptingar eiga rétt á sér og eru skynsamlegar á sinn hátt. Víða í heiminum eru aðrar skiptingar.
Íslenska misseristalið var eitt fullkomnasta tímatal síns tíma. Það varð fullþroskað seint á 10.öld og full ástæða er til að sýna því þá ræktarsemi sem það á skilið.
Bestu kveðjur,
Trausti Jónsson veðurfræðingur"
Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 24.4.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.