Mér sem Evrópubúa

þykir það óhemju dýrt að borga 20 evrur í aðgang að Bláa lóninu. Hér í Þýskalandi kostar aðgangur að lúxus spa og thermalböðum með alls kyns nuddi og náttúruböðum helmingi minna.
Um hvaða Evrópubúa er maðurinn að tala sem finnst verðið í Bláa lóninu ódýrt? Það væri heiðarlegra að nefna það. Hann er bara að slá ryki í augu Íslendinga, sem gera rétt í að mótmæla þessu verði.
mbl.is Evruvæðing Bláa lónsins hefur gengið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég er hættur að mæla með Bláa lóninu við mína vini sem koma frá útlöndum í heimsókn. Eftir að það flutti yfir á nýja staðinn er þangað lítið að sækja. Það er engin kísill á botni lónsins og manni er hálf kalt ofan í því. Þegar svo ekki koma neinir Íslendingar lengur verður þetta algert túrista helvíti sem meira að segja túristum finnst óáhugavert. Lang flestum þykir mun áhugaverðara að fara í útisundlaug þar sem þeir fá möguleika á að vera á meðal Íslendinga.

Héðinn Björnsson, 20.4.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er mikið til í þessu. Bláa lónið er að glata "sjarmanum" auk þess sem þessi sk. "evruvæðing" er ekki verjandi. Hún hefur komið niður á ferðaskrifstofum, sem á sínum tíma reiknuðu með íslenzku verði í tilboð sín til þeirra hópa sem vilja hafa Bláa lónið á dagskránni hjá sér. Svo eru engin rök fyrir því að Bláa lónið rukki evrur þegar allur launakostnaður, sem er ugglaust stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri þess, er í íslenzkum krónum.

Emil Örn Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 11:50

3 identicon

Ekki lækkaði verðið í lónið þegar krónan var að styrkjast hérna "í gamla daga".

Það var ekki fyrr en krónan fór að veikjast að ákveðið var að "miða verðið við evru" og síðan þegar krónan hrundi var ákveðið að festa verðið við evru.

Ég ætlaði í lónið um daginn með frúnni, hélt það kostaði svona 1500kr en ákvað að tékka nú til öryggis áður en haldið var að stað. 3200kr takk fyrir eða 6400kr fyrir tvo að svamla í grænbláu vatni þar sem þúsundir Íslendinga hafa eðlað sig gegnum tíðina. Nei takk!

Karma (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:12

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Lítill kaffibolli 360 kr.
Lítil muffins 290 kr.
Samloka næstum þúsund krónur!!!

Hvílík okurbúlla!

Gunnar Kr., 20.4.2009 kl. 17:36

5 Smámynd: Ólafur Gíslason

Alger snilld!  Bláa Lónið er alveg frábært, var að uppgötva það aftur eftir lángt hljé og ef þið náið ykkur í 2fyrir1 úrklippu úr Mogganum þá kostar þetta 1.600 kall fyrir manninn og 1.200 kall fyrir námsmenn. Það er ekkert mál að finna sér kísil á botninum og svo eru fötur með kísil fyrir þá sem vilja.  Ef maður færir sig um lónið er hægt að velja hvaða hitastig sem er.  Ég borgaði 200 kall fyrir pylsuna og ekkert fyrir vatnið, það er nú allt okrið.  Hættið þessu tuði,  skellið ykkur í bað og slakið á fyrir kosningar. 

Ólafur Gíslason, 20.4.2009 kl. 17:48

6 identicon

Já vá þvílíkur díll. Ég fæ að leita að 2fyrir1 miða sem á að vera í Mogganum og Fréttablaðinu einhvern tímann fyrir x löngu síðan og ef ég er svo heppinn að finna svona miða þá fæ ég að þetta dúndurverð 1600kr!

Gilda þessir 2fyrir1 miðar annars alla daga og á öllum tímum? Og hvar getur maður nálgast þá?

Túristagildra af verstu sort.

Karma (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband