Ekki með öllum mjalla!!

Það á allt eftir að verða brjálað út af þessu í Evrópu og Bandaríkjunum! Þetta á eftir að fara með restímynd Íslendinga.
Er mönnum virikilega sama um það?
Af hverju ekki að leggja meiri áherslu á "wale-watching"? Kannski er hægt að hafa enn meira upp úr því. Það styrkir íslenska ferðamannaiðnaðinn. Og ímynd Íslendinga í heiminum.


mbl.is Hvalveiðar leyfðar til 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Afhverju ekki að leggja áherslu á "whale watching" og hvalveiðar? Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá höfum við verið að veiða hval í nokkur ár núna, þannig að þetta er ekkert nýtt fréttaefni í evrópu og bandaríkjunum. Það vill líka þannig til að við veiðum þorsk, loðnu og fleira þannig að það segir sig sjálft að veiða þarf hvali og annað sem er ofar í fæðukeðjunni til að halda jafnvægi í náttúrunni.

Stefán Gunnlaugsson, 27.1.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Eg skrifaði "wale-watching", það þýðir hvalaskoðun en ekki hvalveiðar. Erlendis hefur allt verið brjálað út af hvalveiðum íslendinga, því hefur þú kannski ekki tekið eftir. Ég bý erlendis og dauðskammast mín fyrir þessar hvalveiðar. Ímynd íslands eftir bankahrunið er orðin ljót. Íslendingar þykja vera gráðugir og óbilgjarnir. Þetta veiðileyfi núna styður þetta álit algjörlega. Því miður.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 27.1.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Ég er nú ekki alveg tómur í höfðinu, veit alveg hvað "whale watching" þýðir og kann meiri segja að skrifa það betur en þú. Ég hef einnig búið erlendis og veit alveg hvaða álit þeir hafa á hvalveiðum, þetta skiptir engu máli. En eigum við ekki þá frekar að banna íslensk viðskipti ef það hefur svona neikvæð áhrif!!

Stefán Gunnlaugsson, 27.1.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Haraldur Pálsson

hahah leiðinlegt að sjá Margrét að þú hefur ekki alveg skilning á gangi náttúrunar.

Það er einu sinni þannig að menn lifa á því að borða önnur dýr og dýr lifa einnig sum á því að borða önnur dýr.

Það sem gerist ef við veiðum hvali þá fáum við mjög bragð gott kjöt sem er ódýrt fyrir okkur, einnig komum við í veg fyrir að skepnan haldi áfram að borða úr fiskistofnum sem við erum að lifa á peningalega séð og fæðulega séð.

Haraldur Pálsson, 27.1.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Það er óþarfi að vera hér með leiðindi Stefán og það hefur enginn haldið því fram að það eigi að banna íslensk viðskipti. Íslensk viðskipti er ekki = hvalveiðar. Best væri, ef einhver íslendingur fengi smellandi góða umhverfis- og dýravæna hugmynd sem slegi í gegn í heiminum. Kannski dettur þér eitthvað í hug, Stefán?

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 28.1.2009 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband