Framhaldssaga íslensks blaðamanns.

Kæri blaðamaður Morgunsblaðs,
hvar er forsaga fréttar þinnar? Ætlastu til þess að hún sé lesandum þegar kunn? Hver er Sturla Jónsson? Þekkja hann allir Íslendingar? Hvers konar fyrirtæki er þessi Lýsing? Vörubílastöð eða innheimtufyrirtæki? í hvaða formi voru þessar innheimtuaðgerðir?
Hver kenndi þér að skrifa fréttir sem eru eins og ráðgáta?

mbl.is Kröfur frá Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Ég ætla nú ekki að fara að svara fyrir blaðamanninn en stundum er líka hægt að ætlast til að lesendur séu ekki sofandi sauðir og horfi aðeins í kringum sig, þessi frétt er framhald af annarri sem kom stuttu áður. Og hver er Sturla? Ég er ekki búinn að búa á landinu í bráðum 3 ár og það hefur samt ekki farið fram hjá mér hver hann er.

Einar Steinsson, 8.12.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Halló Einar,

fréttir eiga að vera skrifaðar þannig að maður geti - hvenær sem maður byrjar að lesa -skilið þær. Þannig er það hér í útlandinu. Í fyrstu setningunum eu öll hv- atriðin afgreitt, eða "hver, hvar, hvenær, etc. Síðan kemur nánari útlistun á fréttaefinu og í lokin kemur forsagan, þannig að lesandi , geti einmitt, hvenær sem hann byrjar að lesa, komist inn í málið.

Íslenska blaðamennska er eins og íslenska vegakerfi, lítið merkt. Maður á að vita allt. Sennilega á þekkingin að vera meðfædd.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 16.12.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband