Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Virðingarvert en..

Gott og virðingarvert hjá Herði að biðjast afsökunar, en samt situr eftir vont bragð í munninum.. Ég vona að Herði takist að sanna það í framtíðinni að hann sé heill og góður maður.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekkleysa !!!

„Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?

Hörður Torfason ætti að skammast sín fyrir svona smekklaus ummæli, sem lýsa lélegu innrætti. Hörður er ekki hótinu betri en hinir spilltu.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fréttakona

Gunnlaugur ráðherra, aðrir pólitíkusar og mótmæli við pólitíkusa eru ekki bara fréttaefni, heldur margt annað eins og þessi eindæma frétt. Þetta er frábær frétt sem segir okkur mikið um bankahrunið. Án hrunsins stæði húsið væntanlega ekki svona autt. En ef Kristján býr þarna aleinn og ekki þjónustaður, af hverju má hann ekki eiga hund eða kött? Er hægt að ætlast til að 88 ára gamall maður taki sig til og flytji eina ferðina enn?

mbl.is Einbúinn við Suðurlandsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldssaga íslensks blaðamanns.

Kæri blaðamaður Morgunsblaðs,
hvar er forsaga fréttar þinnar? Ætlastu til þess að hún sé lesandum þegar kunn? Hver er Sturla Jónsson? Þekkja hann allir Íslendingar? Hvers konar fyrirtæki er þessi Lýsing? Vörubílastöð eða innheimtufyrirtæki? í hvaða formi voru þessar innheimtuaðgerðir?
Hver kenndi þér að skrifa fréttir sem eru eins og ráðgáta?

mbl.is Kröfur frá Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið ógeðfelllda extrabladet hefur því miður rétt fyrir sér

Þótt sum lýsingin (: helvíti) eigi ekki rétt á sér, eiga orð eins og "hroki" og "græðgi" fullan rétt á sér. Uffe Riis Sörensen hefði átt að bæta orðinu "minnimáttarkennd" og "stórmennskubrjálæði" við. Því miður hef ég í gegnum tíðina heyrt á Strikinu afar hátt í Íslendingum, sem héldu að með því að tala hátt og haga sér eins og þeir kynnu enga mannasiði myndu þeir sigra heiminn og sérstaklega sýna fram á það , að Íslendingar væru, þrátt fyrir kulda og vosbúð, hin guðs útvalda þjóð. Hvað sagði skáldið ekkiÖ Íslendingar dansa um mykjuhauginn og halda að hann sé fjallið Sínaí.
mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við...

.. hvað á Jón Ásgeir aftur stóran hlut í Morgunblaðinu?
mbl.is Úr stjórnum fyrir vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með yfirlaun!

Er ekki kominn tími til að horfast af alvöru í augu við ástandið og hætta þessu yfirlaunastandi?
mbl.is Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfi að grípa til skrílsláta!

Þótt illa standi á fyrir Íslandi og Íslendingum, er óþarfi að grípa til  skrílsláta- alveg sama hvað manni finnst um sjálfstæðisflokkinn eða aðra pólitíska flokka. Enn njóta Íslendingar samúðar erlendis, en sú samúð þverr algjörlega, ef menn láta svona eins og kjánar. Hvar er sjálfsvirðing þeirra Íslendinga, sem láta svona?
mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk fréttamennska dularfull

Þessi frétt er dæmigerð fyrir íslenska blaðamennsku. Af hverju upplýsir blaðamaðurinn lesendur ekki um ástæðuna, fyrir því að Bjarni segir af sér? Hlutverk blaðamannsins er að spyrja og upplýsa, en ekki að skrifa fréttir sem hljóma eins og ráðgátan frá Delfí.

Fréttaflutningur á Íslandi hefur löngum verið viðvaningslegur. Maður á að hafa meðfædda þekkingu á málefningu, ekkert er útskýrt og ef eitthvað er útskýrt, útskýrir það einhver sem heldur ekki skildi, hvernig í málinu liggur. Erlendis eru fréttir byggðar þannig upp að í fyrstu setningu koma allar hv-spurningarnar: Hvað, hver, hvar, hvenær, hvers vegna, hvernig o.s.frv. og í síðasta setningu kemur siðan forsaga fréttarinnar. Á íslandi vantar þessa forsögu oftast. Íslenskur fréttaflutningur er í besta falli eins og framhaldssaga, þar sem þú þarft að ráða í gátuna, ef þú hlustar ekki á hverjum degi.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband