Á forseti Íslands ekki að miðla á milli þjóða?

Hvernig dettur honum þá í hug að koma svona dónalega fram við fulltrúa annarra þjóða og þá er sama, hvaða þjóð það er? Þetta er hámark dónaskapar í diplómatísku starfi. Þarf Ólafur, eða sá hjá honum sem ræður málum, á læknishjálp að halda?
mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hefur oft verið kenndur við grísi. Spurning flensan sem kennd er við þessa dýrategund sé komin á klakann af fullum þunga.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Þetta með grísinn var afleitt af "Grímsson". Það er óverðugt að kalla hann þetta núna og hefur ekkert málefnalega með forsetatíð hans að gera. Hann var upphaflega kjörinn til forseta með miklum meirihluta og stóð sig fyrst vel og var vinsæll. Með útrásarvíkingum missti hann marks eða dómgreindar. Það er málið.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 28.4.2009 kl. 20:42

3 identicon

Bíddu, manstu ekki eftir þessum rugludalli þegar hann var á þingi?  Öfgafullur kommúnisti sem sá ljósið og slökkti það einnig.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 07:51

4 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Nei, ég man nú ekki eftir því að hann hafi verið einhver sérstakur rugludallur eða "öfgafullur kommúnisti sem sá ljósið og slökkti það". Ég man hins vegar eftir því, að ég var hissa á því þegar hann var kosinn forseti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á sínum tíma, en þjóðin hefur oft komið sér saman um að hægri menn færu með framkvæmdavald og vinstri menn með forsetavald.

Núna finnst mér hann hins vegar að hann ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér. Hann er búinn að gera of mörg mistök. Það væri ágætis sparnaður að leggja þetta embætti niður. Í staðinn mætti hætta við niðurskurð í heilbrigðis- og/eða menntakerfinu.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 29.4.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband