Viðbjóðslegt, heimskulegt - sorglegt!

Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt í Japan, það hefur margsinnis komið fram.
Það er bara verið að veiða þessi dýr til að storka heiminum og skemma álit annarra þjóða á Íslendingum.

mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú sagðir það sjálf: "Eftir 22 ár var ég orðin Evrópubúi, fyrst og fremst"

 Ætlast þú til þess að við borgum Icesave reikningana, sem íslensku Evrópusinnarnir vilja leggja á þjóðina, með hundasúrutínslu?

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já og þess vegna eru menn að leggja út í hundruð milljóna framkvæmdir bara vegna þess að kjötið selst ekki. Kristján Loftsson er ekki heimskur heldur viðskiptamaður fram í fingurgóma og varna fer hann að standa í öllum þessum kostnaði ef að hann á ekki von á að fá einn eyri fyrir. Og hvað er viðbjóðslegt við þessar veiðar eða þessa verkun á hval? Þú ættir að sjá hvernig stórgripaslátrun fer fram. Þarna er þó búið að blóðga dýrið áður hann kemur að landi.

Og það er nákvæmlega ekkert heimskulegt að nýta auðlindir hafsins til þess að skapa bæði verðmæti og atvinnu. Þar fyrir utan tel ég mig ekki geta gert upp á milli hvalveiða og annarra veiða á dýrum í heiminum og sagt að ein veiði sé betri eða verri en önnur. Að gera það er svo sannarlega heimskulegt.

Jóhann Pétur Pétursson, 19.6.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Halló Sigurður,

ég ætlast til að Íslendingar stundi arðbærar atvinnugreinar í sátt og samlyndi við umheiminn.

Ég var og er enn Evrópusinni og eftir bankahrunið full ástar í garð þjóðarinnar. Ég get ekki séð að það sé neitt slæmt við það að ganga inn í Evrópusambandið. ESB snýst um samvinnu á sviði markaðs- , menningar og varnarmála. Hvað Evrópusambandið og fiskveiðar Íslendinga varðar, bendi ég þér á sjónvarpsfréttirnar í gærkvöldi, þar er fjallað um málið.

Hvað Icevsave varðar, finnst mér skelfilegt, hvernig þetta mál er að kljúfa þjóðina. Persónulega veit ég ekki enn hvað mér á að finnast um það mál.

Ps. Langar þig að fara í bissness með hundasúrur? Finnst þér þær svona góðar?

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 19.6.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Halló hinn Sigurður,

verði þér að góðu að grilla hvalinn. Japanir á þínum aldrei borða engan hval lengur.

Það eru til samtök sem berjast gegn ofveiði og þau hafa líklega mikið til síns máls. Fiskur er í ofveiði og útrýmingarhættu og við megum valda hngri hjá næstu kynslóðum.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 19.6.2009 kl. 12:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt í Japan, það hefur margsinnis komið fram".

Það eru atvinnu hvalfriðunarmenn sem halda þessu fram og hika ekki við að ljúga því blákalt aftur og aftur, vitandi að viðkvæmar sálir gleypa það hrátt.

Heldur þú Margrét Rún að Kristján Loftson eyddi tugum milljóna í undirbúning veiðanna ef hann gæti ekki selt kjötið. 

Borgar þú með þér í þeirri vinnu sem þú stundar Margrét?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2009 kl. 12:36

6 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Það er dásamlegt, hvað þetta hvalveiðimál er mikið tilfinningamál hjá hvalveiðisinnum hjá Íslandi.

Ég krefst þess að við fáum að kíkja í bókhaldið hans Kristjáns, því að hann er örugglega í miklum mínus. Hann hefur enn ekki selt byrgðirnar frá 2006. Og hver borgar síðan útgjöldin hans?

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 19.6.2009 kl. 13:05

7 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

En blessuð litlu lömbin, sem eru svo falleg, en blæðir við slátrun ?   Eða þorskurinn sem fær að engjast í netinu ?

Hvað skyldi hvalurinn éta mikið af fisknum,  sem annars yrði veiddur ?

Trúi Kristjáni miklu betur en öðrum að meta markaðinn.

Hilmar Sigurðsson, 19.6.2009 kl. 17:15

8 Smámynd: Brattur

Hvalveiðar eru tímaskekkja... því í ósköpunum eigum við að veiða hval sem ekki er hægt að selja... við getum ekki selt hann, það er nú bara þannig... þetta virðist vera einhver þráhyggja í Kristjáni Loftssyni að vilja halda í það sem einu sinni var... og þetta með að hvalurinn éti svo mikið af fisknum er ekki rétt... það er eins og að hvalurinn sé útrýma fisknum úr sjónum... held bara að náttúran sjái sjálf um jafnvægið í dýraríkinu eins og hún hefur alltaf gert...

Brattur, 19.6.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband