Íslensk fréttamennska dularfull

Þessi frétt er dæmigerð fyrir íslenska blaðamennsku. Af hverju upplýsir blaðamaðurinn lesendur ekki um ástæðuna, fyrir því að Bjarni segir af sér? Hlutverk blaðamannsins er að spyrja og upplýsa, en ekki að skrifa fréttir sem hljóma eins og ráðgátan frá Delfí.

Fréttaflutningur á Íslandi hefur löngum verið viðvaningslegur. Maður á að hafa meðfædda þekkingu á málefningu, ekkert er útskýrt og ef eitthvað er útskýrt, útskýrir það einhver sem heldur ekki skildi, hvernig í málinu liggur. Erlendis eru fréttir byggðar þannig upp að í fyrstu setningu koma allar hv-spurningarnar: Hvað, hver, hvar, hvenær, hvers vegna, hvernig o.s.frv. og í síðasta setningu kemur siðan forsaga fréttarinnar. Á íslandi vantar þessa forsögu oftast. Íslenskur fréttaflutningur er í besta falli eins og framhaldssaga, þar sem þú þarft að ráða í gátuna, ef þú hlustar ekki á hverjum degi.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsfreyja

Góð Margrét - mikið hef ég hugsað þetta oft Gæði fjölmiðla er svo langt undir nokkrum viðmiðum nú til dags, hér á landi. Ef maður les erlendar fréttir er svoleiðis allt annar bragur og gæðaflokkurinn er enganvegin sambærilegur.

Húsfreyja, 11.11.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband